Flokkur: Afreksstarf

Arnar Geir í 7.sæti í Indiana

Arnar Geir og félagar í Missouri Valley College spiluðu í Indiana á Purgatory Intercolligate mótinu í Noblesville 29.mars s.l. Upphaflega átti mótið að vera 2 dagar en vegna veðurs þá var seinni dagurinn felldur niður. 18 lið tóku þátt og 97 einstaklingar spiluðu. Arnar Geir spilaði flott golf og var á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni og var með besta skor í sínu liði. Liðið endaði síðan í 3.sæti í mótinu.

Hérna má sá úrslitin í einstaklingskeppninni.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar enn á sigurbraut

Þriðja mótinu hjá Arnari Geir og félögum í Missouri Valley College lauk í gær. MVC Spring Invitational mótið var haldið á þeirra heimavelli, Indian Foothills Golf Course, Marshall, Missouri, 25-26 mars. Leiknar voru 36 holur og lönduðu þeir sigri á 569 höggum samtals. Hér má sjá úrslitin í liðakepnninni.

7 lið tóku þátt í keppninni og samtals 38 einstaklingar

Arnar Geir spilaði á 146 höggum (75-71) eða á +2 og endaði í 9.sæti í einstaklingskeppninni. Heildarúrslit í einstaklingskeppninni má sjá hér.

Næst halda þeir til Indiana þar sem þeir leika 29-30 mars.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar sigruðu á CBC Mustang Inv.

Arnar Geir Hjartarson og félagar í golfliði Missouri Valley College sigruðu á CBC Mustang Invitational mótinu sem fram fór 18-19 mars s.l. Mótstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir varð jafn í 14.sæti á 10 höggum yfir pari 154(77 – 77 ) og var á 5.besta skori í sínu liði. Hægt er að sjá lokastöðuna í mótinu hér.

Næsta mót hjá honum verður í dag og morgun á heimavelli. Síðan verður ferðinni heitið til Indiana þar sem leikið verður 29-30 mars n.k.

Veðrið ytra er búið að vera mjög leiðinlegt og þeir hafa í raun ekkert getað æft utandyra fyrr en í síðustu viku en hitatölur fara ört hækkandi en þeir vellir sem þeir hafa spilað á eru í hálfgerðu vetrarstandi á þeirra mælikvarða.

Categories: Afreksstarf