Höfundur: Kristján Bjarni Halldórsson

Nýtt vallarmet Arnars Geirs

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti Kaffi Króks 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind. 

Arnar Geir, sem hefur verið að spilað vel undanfarnar vikur, fékk alls sjö fugla og tvo skolla og kom því í hús á 67 höggum. Búið er að innramma skorkortið og hengja upp í golfskálanum.

Aðrir golfarar stóðu sig flestir vel í mótinu og létu kuldann ekki bíta á sig enda sjóðheitir í sveiflunni. 

Categories: Afreksstarf Mótanefnd

Meistaramót GSS 2019

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10. – 13. júlí.  Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi.  Spilaðir voru 4 hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru 3 hringir.   Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar.  Úrstlit mótsins má sjá inn á golf.is

Categories: Óflokkað

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum. Sigurvegari var Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (GSS) með 43 punkta. Í öðru sæti var Anna Karen Hjartardóttir (GSS) með 43 punkta og í þriðja sæti var Hildur Heba Einarsdóttir (GSS) með 41 punkt. Engin fór tómhent heim, þökk sé frábærum stuðningi fjölmargra fyrirtækja. Það er gaman að geta tekið á móti svona flottum hópi, það er góð kynning á Hlíðarendavelli og úrvals kynning fyrir Skagafjörð.

Categories: Félagsstarf