Vetrarstarfið á fullu á Flötinni

Vetrarstarfið á Flötinni er í fullum gangi þessa dagana.
Á þriðjudögum kl.17-18 er æfingar fyrir 10 ára og yngri
Á sunnudögum kl.16-18 er æfing fyrir 11 ára og eldri.
Á mánudagskvöldum kl.19-20 er Bakarísmótaröðin í fullum gangi.
Þetta er púttmót og spilaðar eru 27 holur. Þáttökugjald er 500,- og er verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Sauðárkróksbakarí er styrktaraðili mótaraðarinnar. 7 efstu í hverju móti hljóta síðan stig fyrir heildarkeppnina.
Flott þáttaka hefur verið og mikil stemming.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu golfklúbbsins.
https://www.facebook.com/groups/83070688850/

Síðan er vert að minna á að hægt er að fá tíma í golfherminn á hverjum degi. Upplýsingar um það er að finna hér á síðunni.

Reglur fyrir púttkeppnina eru þessar:
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan. Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Verðlaun fyrir efsta sæti eru gjafabréf frá Sauðárkróksbakarí.
Heildarkeppnin:
Veitt verða stig fyrir 7 efstu sætin í hverju móti. Púttmeistari verður sá stigahæsti í lokin. 7 bestu mótin eru talin.
Stigagjöf:

1. sæti 10 stig
2. sæti 8 stig
3. sæti 6 stig
4. sæti 4 stig
5. sæti 3 stig
6. sæti 2 stig
7. sæti 1 stig

Aðalfundur GSS þriðjudaginn 29.nóvember

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda, þriðjudaginn 29. nóvember 2016, kl. 19:30.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og varamanna.
5. Kosning í aðrar nefndir samanber 9.grein.
6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
7. Kosning fulltrúa á Golfþing G.S.Í og þing U.M.S.S.
8. Ákvörðun inntökugjalds
9. Ákvörðun félagsgjalda
10. Önnur mál.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórn GSS

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

Lokamót Norðurlandsmótaraðar barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli sunnudaginn 4. september s.l. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks marga þáttakendur í öllum flokkum sem keppt var í. Þá voru einnig krýndir Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum og þar átti Golfklúbbur Sauðárkróks tvo sigurvegara. Það voru þær Anna Karen Hjartardóttir sem varð Norðurlandsmeistari í flokki 12 ára og yngri og Hildur Heba Einarsdóttir sem varð Norðurlandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Báðar voru þær að verja Norðurlandsmeistaratitla sína í þessum flokkum frá því í fyrra. Fjögur mót eru í mótaröðinni og telja þrjú bestu til titilsins. Keppt var á Sauðárkróki, Dalvík, Ólafsfirði og loks Akureyri.
Helstu úrslit úr lokamótinu sjálfu hjá keppendum Golfklúbbs Sauðárkróks voru þessi.
Í byrjendaflokki sigraði Una Karen Guðmundsdóttir og Rebekka Helena Barðdal Róbertsdóttir varð í öðru sæti. Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson varð í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri og Anna Karen Hjartarsdóttir varð í þriðja sæti í sama flokki. Maríanna Ulriksen varð í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri og Hildur Heba Einarsdóttir í þriðja sæti í sama flokki. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í öðru sæti og Hákon Ingi Rafnsson varð einnig í öðru sæti í sama flokki.

2016-09-05-22-34-54

Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.golf.is
Keppendur Golfklúbbs Sauðárkróks voru mjög dugleg að sækja þessa mótaröð í allt sumar og náðu flottum árangri og voru til fyrirmyndar bæði á golfvellinum sem utan hans.