Karlasveit GSS keppir í 3.deild um næstu helgi

Næstu helgi, nánar tiltekið 16-18 ágúst n.k. tekur karlasveit GSS þátt í Íslandsmóti golfklúbba í 3.deild. Keppt verður hjá Golfklúbbi Grindavíkur.

Sveitin hefur verið valin er hana skipa:

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Örn Guðmundsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hákon Ingi Rafnsson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason

Liðsstjóri: Hjörtur Geirmundsson

Categories: Óflokkað

Myndband af holunum komnar á netið

Þórður Karl Gunnarsson hefur nýlega lokið við að mynda allar brautir Hlíðarendavallar með dróna. Hægt er að nálgast myndböndin á youtube og leita að Hlíðarendavöllur. Einnig er hægt að nálgast hlekki á myndböndin hér á síðunni undir Hlíðarendavöllur og undir hverri braut fyrir sig. Sannarlega glæsilegar myndir hjá Þórði sem sýnir völlinn í sína allra besta ástandi núna í sumar.

Categories: Völlurinn

Nýtt vallarmet Arnars Geirs

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti Kaffi Króks 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind. 

Arnar Geir, sem hefur verið að spilað vel undanfarnar vikur, fékk alls sjö fugla og tvo skolla og kom því í hús á 67 höggum. Búið er að innramma skorkortið og hengja upp í golfskálanum.

Aðrir golfarar stóðu sig flestir vel í mótinu og létu kuldann ekki bíta á sig enda sjóðheitir í sveiflunni. 

Categories: Afreksstarf Mótanefnd