Opna Hlíðarkaupsmótið

Síðastliðinn laugardag héldum við í GSS okkar árlega Hlíðarkaupsmót. Þáttaka var einstaklega góð og enduðu 55 keppendur á því að taka þátt í mótinu. Keppendur komu frá 10 mismunandi golfklúbbum, þar á meðal frá Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Brautarholts, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbi Hamar Dalvík, Golfklúbburinn Oddur, Golfklúbbi Akureyrar, og fleiri klúbbum víða um landið.

Keppendur kepptu í frábæru veðri og komu svo inn í vöfflukaffi í boði Hlíðarkaups. Veitt var verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin og fengu vinningshafar gjafabréf í Hlíðarkaup. Í 5. sæti var Una Karen Guðmundsdóttir með 40 punkta og rétt á undan einnig með 40 punkta var Magnús Gunnar Gunnarsson. Það var hart barist um 1.-3. sætin enda allir þrír keppendur með 41 punkt. Í 3. sæti endaði Andri Þór Árnason, í 2. sæti var Gestur Sigurjónsson og sigurvegari Opna Hlíðarkaupsmótsins var Guðmundur Ágúst Guðmundsson.

Það voru einnig nándarverðlaun á tveimur holum. Davíð Ingimarsson vann nándarverðlaunin á 3/12 holu og Sigríður Elín Þórðardóttir vann á 6/15. Unnu þau bæði einnig gjafabréf í Hlíðarkaup.

Frábær dagur í geggjuðu veðri í geggjuðum félagsskap!

Frá vinstri til hægri: Sigríður Elín, Magnús Gunnar, Gestur, Andri Þór, Guðmundur Ágúst, Una Karen og Davíð.

Categories: Óflokkað