Mikill áhugi í barnastarfi

Mikill áhugi er fyrir inniæfingum í barna- og unglingastarfi GSS og þar sem mæting hjá yngri hópnum hefur verið ljómandi góð síðustu vikur hefur verið ákveðið að bæta við æfingu og skipta hópnum upp í þeirri von að allir fái að njóta sín betur á æfingum.

Frá og með 4. mars verða æfingarnar því eftirleiðis:
Mánudagar 1-3 bekkur kl. 17-18.
Mánudagar 4-5 bekkur kl. 18:10-19:10.
Fimmtudagar 6 bekkur og eldri kl. 17:30-19:00.

Bestu kveðjur
Unglinganefnd

Categories: Börn og unglingar

Inniæfingar hafnar í barna- og unglingastarfi

Inniæfingar eru hafnar á Flötinni í barna- og unglingastarfi GSS. Yngri hópurinn (12 ára og yngri) æfir á
mánudögum kl. 17:00 -18:00. Atli Freyr Rafnsson og Arnar Freyr Guðmundsson sjá um æfingarnar.

Eldri hópurinn (13 ára og eldri) æfir á fimmtudögum kl. 17:30 – 19:00. Atli Freyr Rafnsson sér um æfingarnar.

Unglinganefndin er spennt fyrir nýju golfári og vonast til að sjá sem flesta á æfingum.

Categories: Börn og unglingar