Karlasveit GSS tryggði áframhaldandi veru sína í 2. deild.

Íslandsmót golfklúbba í 2.deild karla var haldið hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi 24.-26.júlí og var karlasveit GSS meðal keppenda. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson.

Riðlakeppnin byrjaði með leik á móti GOS (Selfoss) á föstudeginum. Atli Freyr og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning, en tvímenning, Arnar Geir, Hákon Ingi , Ingvi Þór  og Jóhann Örn. Þessi uppstilling hélst hjá okkur í öllum leikjum. Þessum leik tapaði GSS með 4 vinningum gegn 1. Arnar Geir sigraði sinn leik.  Eftir hádegið á föstudag var síðan leikið við NK ( Nesklúbbur ) og sá leikur var mun jafnari en fyrsti leikurinn en tapaðist að endingu með 3.5 vinningum gegn 1.5. Jóhann Örn sigraði sinn leik og Arnar Geir gerði jafntefli.

Á laugardaginn var byrjað á að keppa við GO ( Golfkl.Oddur ). Þar varð einnig um hörkuviðureign að ræða þar sem Oddur hafði að lokum betur með 3 vinningur gegn 2.  Hákon Ingi og Ingvi Þór unnu sínar viðureignir. Eftir þetta var ljóst að GSS myndi fara í riðil þar sem leikið yrði um sæti 5-8 og myndi ekki taka með sér neinn sigur þangað.

Eftir hádegi var síðan leikið við GKB ( Golfkl. Kiðjaberg ) Þar var góður gír á mannskapnum og GSS sigraði með 3 vinningum gegn 2. Atli Freyr og Hlynur Freyr sigruðu í fjórmenningi og Ingvi Þór og Jóhann Örn sigruðu í sínum leikjum. Það var því ljóst eftir þetta að við myndum mæta GH (Húsavík )  í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi tryggja sér áframhaldandi veru í 2.deild. Það var mjög fljótlega ljóst að sveit GSS ætlaði að selja sig dýrt í þessum leik og mjög snemma þá sigraði Hákon Ingi í sínum leik. Fljótlega fylgdi Ingvi Þór í kjölfarið og sigraði sinn leik. Arnar Geir kláraði síðan sinn leik skömmu síðar. Fjórmenningur Atla Freys og Hlyns Freys endaði með jafntefli á 18.holu og Jóhann Örn tapaði sínum leik á 18.holu þar lokapútt beggja keppenda réði úrslitum. Þetta þýddi 3.5 vinningar gegn 1.5 vinningi og ljóst var að vera GSS í 2.deild var þar með tryggð.

Úrslit í öðrum leikjum urðu þess svo valdandi að við enduðum í 6.sæti. GOS sigraði hins vegar í 2.deild eftir úrslitaleik við NK.

Þetta er flottur árangur þar sem keppt var við mjög sterkar sveitir og karlasveit GSS hefur undanfarin ár verið í 3.deild.

Öll nánari úrslit í hverjum leik fyrir sig má finna á www.golf.is

Categories: Afreksstarf

Þórður Rafn með kennslu

Þórður Rafn heimsækir GSS aftur. Hann verður með kennslu fyrir börn og unglinga föstudaginn 24/7. Hann býður upp á einkatíma og hóptíma dagana 24/7 – 26/7. Áhugasamir hafi samband við Þórð: golfkennslatrg@gmail.com

Categories: Óflokkað

Meistaramót barna og unglinga

Verðlaunaafhending fyrir meistaramót barna fór fram mánudaginn 20. júlí að loknu vel heppnuðu speedgolfi krakkanna með foreldrum og ættingjum.

Úrslit voru eftirfarandi:
Byrjendaflokkur I, 5-8 ára:
1. Gunnar Atli Þórðarson á 83 höggum
2. Guðni Bent Helgason á 84 höggum
3. Brynjar Morgan Brynjarsson á 86 höggum


Byrjendaflokkur II, 8-11 ára:
1. Gígja Rós Bjarnadóttir á 129 höggum
2. Emilía Ragnheiður Róbertsdóttir á 132 höggum
3. Pálína Petra B. Magnúsdóttir á 163 höggum


11-15 ára:
1. Axel Arnarsson á 149 höggum
2. Bjartmar Dagur Þórðarson á 168 höggum
3. Dagbjört Sísí Einarsdóttir á 176 höggum

Speedgolf og verðlaunaafhending 2020

Categories: Óflokkað