Aðalfundur GSS 26.nóvember s.l.

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn 26.nóvember s.l. í golfskálanum á Hlíðarendavelli.

Á fundinum var kosin ný stjórn og í nefndir. Helstu breytingar vor þær að Kristján Bjarni Halldórsson var kosinn nýr formaður, Kristján Eggert Jónasson er nýr gjaldkeri klúbbsins. Þá er Guðmundur Ágúst Guðmundsson nýr formaður vallar og skipulagsnefndar.

Á fundinum var einnig samþykkt ný gjaldskrá fyrir starfsárið.

Á fundinum var afhentur fyrirmyndarbikar golfklúbbsins og fyrir valinu að þessu sinni varð Guðrún Björg Guðmundsdóttir.

Upplýsingar um stjórn og nefndir ásamt nýrri gjaldskrá er að finna hér á heimasíðunni.

Lokahóf barna- og unglingastarfsins

Lokahóf barna- og unglingastarfsins var haldið á Hlíðarenda miðvikudaginn 10. október. Krakkarnir og foreldrar spiluðu Bingó og gæddu sér á veitingum frá Sauðárkróksbakarí. Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal fyrir sumarið. Sérstakar viðurkenningar voru veittar fyrir mestu framfarir.
Í hópnum 12 ára og eldri voru það Anna Karen Hjartardóttir og Alexander Franz Þórðarson sem hlutu þær, en í yngri en 12 ára hópnum voru það Dagbjört Sísí Einarsdóttir og Hallur Atli Helgason sem hlutu þær.

Mæting var með ágætum og gaman að sjá hvað krakkarnir voru kát að hittast aftur í skálanum

Við viljum þakka Sauðárkróksbakarí fyrir veitingarnar og VÍS fyrir að gefa Bingóvinningana.

Unglinganefndin þakkar iðkendum og foreldrum kærlega fyrir sumarið og bíður spennt eftir að hitta krakkana aftur þegar inniæfingar hefjast í janúar 🙂

Íslandsmót Golfklúbba fór fram um helgina

Unglingar Golfklúbbs Sauðarkróks stóðu sig vel á á Íslandsmóti Golfklúbba sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Telpnasveit GSS/GHD/GFB varð í þriðja sæti í flokki 15 ára og yngri. Frá GSS voru Anna Karen Hjartardóttir, Una Karen Guðmundsdóttir og Rebekka Helena B Róbertsdóttir. Frá Dalvík var Magnea Ósk Bjarndóttir og frá Ólafsfirði var Sara Sigurbjörnsdóttir.
Sveit GA/GSS 18 ára og yngri drengja varð í 6. sæti. Frá GSS var Hákon Ingi Rafnsson en frá GA voru Lárus Ingi Antonsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Brimar Jörvi Guðmundsson og Björn Torfi Tryggvason.
Hart var barist á mótinu og voru unglingarnir klúbbum sínum til mikils sóma.