Flokkur: Börn og unglingar

Íslandsmót 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. Júní á Garðavelli Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa. Drengjasveitin endaði í 13. sæti. Sveitina skipuðu þeir Alexander Franz Þórðarson, Axel Arnarsson, Bjartmar Dagur Þórðarson, Hallur Atli Helgason og Tómas Bjarki Guðmundsson. Liðsstjóri var Atli Freyr Rafnsson. Stúlknasveitin var sameiginleg með Golfklúbbnum Hamri Dalvík og enduðu þær í 5. sæti. Sveitina skipuðu Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir og Magnea Ósk Bjarnadóttir GHD. Liðsstjóri var Bjarni Jóhann Valdimarsson GHD. Krakkarnir sýndu leikgleði og prúðmennsku á vellinum og voru klúbbum sínum til mikils sóma.

Stúlknasveit GSS ásamt liðsstjóra.
Drengjasveit GSS ásamt Atla þjálfara og liðsstjóra

Categories: Börn og unglingar

Norðurlandsmótaröð barna

Fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram sunnudaginn 14. júní. Þátttaka var góð og mættu krakkar frá Skagafirði, Akureyri og Dalvík. Spilað var í nokkrum flokkum í bæði 9 og 18 holu leik og kepptu 59 börn og unglingar, allt frá 5 ára upp í 18. Stærsti flokkurinn var byrjendaflokkur með 23 keppendur. Skagfirsku kylfingarnir stóðu sig með prýði og stefnir í gott sumar. Myndir frá mótinu eru inn á Facebook hópnum Golfmyndir GSS.

Categories: Börn og unglingar

Þórður Rafn með námskeið

Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna helgina 20. – 21. júní.  

Byrjendanámskeið: hentar vel byrjendum og þeim sem vilja rifja upp.  Farið í undirstöðuatriði: sveiflu, pútt, vipp, járnahögg og teighögg. Laugardag og sunnudag kl 13 – 15.  Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning: golfkennslatrg@gmail.com

Æfðu eins og atvinnukylfingur: Fyrir þá sem vilja bæta sig og æfa markvisst.  Teighögg, járn og stutta spilið. Meðal annars frammistöðuæfingar sem munu skila sér í betra skori. Laugardag og sunnudag kl 10:00 – 12:30. Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Hópkennsla/einkakennsla:  55 mínútur fyrir 1-4 manns. Hámark 4 manns.  Fös kl 16 – 20, Lau kl 15 – 20, Sun kl 15 og 16. Fast verð fyrir kennslustund óháð fjölda er 10 þúsund. Skráning golfkennslatrg@gmail.com