Flokkur: Börn og unglingar

Inniæfingar barna og unglinga

Golfklúbbur Skagafjarðar á 50 ára afmæli í ár og í tilefni þess munum við leggja okkur fram við að hafa starfið sérstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt 🌟

Við hefjum starfsárið þriðjudaginn 14. janúar með inniæfingum á Flötinni.

Æfingarnar verða sem hér segir:

1-3. bekkur, þriðjudagar kl. 16:30 – 17:20

4-5. bekkur, þriðjudagar kl. 17:30 – 18:30

6. bekkur og eldri, miðvikudagar kl. 18:00 – 19:30

Telma Ösp Einarsdóttir mun sjá um æfingarnar og mun Arnar Freyr Guðmundsson aðstoða hana með báða yngri hópana.

Skráning mun fara fram á Nóra og munum við tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir skráningu.

Við erum orðin ofurspennt fyrir nýju golfári og vonumst til að sjá krakkana sem flest í næstu viku.

Unglinganefndin

Categories: Börn og unglingar

Úrslit í Opna Nýprent barna- og unglingamótinu

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli 23. júní. Keppendur voru 57 víða af Norðurlandi. Nýprent meistarar að þessu sinni urðu þau Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (88 högg) og Lárus Ingi Antonsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum. Nándarverðlaun voru á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum.

Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi:

18-25 ára drengir:

 1. Arnar Geir hjartarson GSS, 77 högg
 2. Hákon Ingi Rafnsson GSS, 90 högg
 3. Gunnar Aðalgeir Arason GA, 91 högg

18-25 ára stúlkur:

 1. Telma Ösp Einarsdóttir GSS, 98 högg

15-17 ára drengir:

 1. Lárus Ingi Antonsson GA, 76 högg
 2. Mikael Máni Sigurðsson GA, 78 högg
 3. Patrik Róbertsson GA, 89 högg

15-17 ára stúlkur:

 1. Sara Sigurbjörnsdóttir GFB, 88 högg
 2. Hildur Heba Einarsdóttir GSS, 94 högg
 3. Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA, 108 högg

14 ára og yngri drengir:

 1. Veigar Heiðarsson GA, 82 högg
 2. Snævar Bjarki Davíðsson GA, 90 högg
 3. Alexander Franz Þórðarson GSS, 101 högg

14 ára og yngri stúlkur:

 1. Anna Karen Hjartardóttir GSS, 95 högg
 2. Kara Líf Antonsdóttir GA, 98 högg
 3. Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 107 högg

12 ára og yngri drengir:

 1. Axel Arnarsson GSS, 59 högg
 2. Unnar Marinó Friðriksson GHD, 60 högg
 3. Bjartmar Dagur Þórðarson GSS, 65 högg

12 ára og yngri stúlkur:

 1. Auður Bergrún Snorradóttir GA, 47 högg
 2. Birna Rut Snorradóttir GA, 50 högg
 3. Bryndís Eva Ágústsdóttir GA, 56 högg

Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti.

Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Dalvík sunnudaginn 7. júlí.

Categories: Börn og unglingar

Mikill áhugi í barnastarfi

Mikill áhugi er fyrir inniæfingum í barna- og unglingastarfi GSS og þar sem mæting hjá yngri hópnum hefur verið ljómandi góð síðustu vikur hefur verið ákveðið að bæta við æfingu og skipta hópnum upp í þeirri von að allir fái að njóta sín betur á æfingum.

Frá og með 4. mars verða æfingarnar því eftirleiðis:
Mánudagar 1-3 bekkur kl. 17-18.
Mánudagar 4-5 bekkur kl. 18:10-19:10.
Fimmtudagar 6 bekkur og eldri kl. 17:30-19:00.

Bestu kveðjur
Unglinganefnd

Categories: Börn og unglingar