Íslandsmót 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. Júní á Garðavelli Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa. Drengjasveitin endaði í 13. sæti. Sveitina skipuðu þeir Alexander Franz Þórðarson, Axel Arnarsson, Bjartmar Dagur Þórðarson, Hallur Atli Helgason og Tómas Bjarki Guðmundsson. Liðsstjóri var Atli Freyr Rafnsson. Stúlknasveitin var sameiginleg með Golfklúbbnum Hamri Dalvík og enduðu þær í 5. sæti. Sveitina skipuðu Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir og Magnea Ósk Bjarnadóttir GHD. Liðsstjóri var Bjarni Jóhann Valdimarsson GHD. Krakkarnir sýndu leikgleði og prúðmennsku á vellinum og voru klúbbum sínum til mikils sóma.

Stúlknasveit GSS ásamt liðsstjóra.
Drengjasveit GSS ásamt Atla þjálfara og liðsstjóra

Categories: Börn og unglingar