8. Braut. Skógarhlíð. Par 5

Þessi stutta par 5 braut býr yfir miklum hættum. Allt sem fer til hægri er í djúpu grasi eða í skurði. Vinstra megin er einnig djúpt gras og brautarglompa í leik fyrir högglanga kylfinga. Mikilvægt er að vera hægra megin á braut eftir annað högg, til að eiga þægilegt innáhögg eftir. Brautarglompa er nokkuð fyrir framan flöt, og glompa hægra megin flatar, en mjög vont er að vera vinstra megin, eða slá yfir flöt. Högglangir kylfingar ættu að geta náð inn á flöt í tveimur höggum.

Þrátt fyrir að vera stutt golfhola, er skor oft mjög hátt á hana.

Myndband af holunni er að finna hér

Comments are closed.