Kennsla

 Atli Freyr Rafnsson hefur séð um kennslu barna og unglinga undafarin ár ásamt öðrum. Með honum hafa starfað ýmsir aðrir og hefur verið rótering milli ára: Arnar Geir Hjartarson, Telma Einarsdóttir, Gestur Sigurjónsson, Arnar Freyr Guðmundsson.  Með þeim hafa starfað aðstoðarkennarar úr hópi efnilegra ungmenna. Þar að auki hefur GSS fengið heimsóknir atvinnukennara eða atvinnukylfinga. Þórður Rafn kom tvisvar sumarið 2020 og John Garner kom nokkur sumur þar á undan og hjálpaði okkur með kennsluna. 

Kennsla nýliða hefur verið í öruggum höndum nokkur sumur. Nýliðanámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda. Kennarar hafa verið Árný Lilja Árnadóttir og Atli Freyr Rafnsson. 

Atli Freyr tekur líka að sér einka kennslur í golfi fyrir bæði byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Hægt er að bóka tíma hjá honum í síma 857-6636.

Atli ásamt efnilegum ungum kylfingum

Uppfært í maí 2024. -Stjórn GSS