3.móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

3. móti Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Ólafsfirði sunnudaginn 26.júlí s.l. Að venju sendi GSS keppendur á mótið og var árangur þeirra sem hér segir. Í byrjendaflokki sigraði Gísli Kristjánsson og stúlknaflokki varð Rebekka Helena B. Róbertsdóttir í 3.sæti og María Rut Gunnlaugsdóttir í 4.sæti. Í flokki 12 ára og yngri varð Bogi Sigurbjörnson í 5.sæti og Reynir Bjarkan B. Róbertsson í 6.sæti. Þá varð Anna Karen Hjartardóttir í 2.sæti í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri varð Hákon Ingi Rafnsson í 3.sæti og í sama flokki sigraði Marianna Ulriksen og Hildur Heba Einarsdóttir varð í 4.sæti. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í 2.sæti. í flokki 17-21 árs varð síðan Elvar Ingi Hjartarson í 4.sæti. Lokamótið verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 5.september. Búið er að uppfæra stöðuna í stigagjöfinni til Norðurlandsmeistara í öllum flokkum inni á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is.

Categories: Óflokkað