Flokkur: Óflokkað

Covid 19 golfreglur úr gildi

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt samþykki sitt fyrir því að heimilt sé að leika golf án þeirra reglna sem gilt hafa undanfarið vegna Covid-19. Samþykkið felur í sér að nú er að nýju heimilt að:

  • Snerta flaggstangir
  • Fjarlægja svampa úr holum
  • Hafa hrífur í sandgryfjum

Þessar breytingar gera það að verkum og nú er að nýju heimilt að leika golf án nokkurra takmarkanna vegna Covid-19. Viðbragðshópur GSÍ vegna Covid-19 bendir kylfingum á nauðsyn þess að fylgja áfram bæði almennum- og persónubundnum sóttvörnum og virða gildandi fjöldatakmörk.

Með kveðjum, 
Viðbragðshópur GSÍ

Categories: Óflokkað

Vorfundur tókst vel

Vorfundur GSS var haldinn 10. júní. Þar kynnti stjórnin dagskrá sumarsins fyrir félagsmönnum. Farið var yfir stækkunarhugmyndir og bárust engar athugasemdir.
Einnig var fjallað um umgengni og voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að ganga vel um völlinn. Mikilvægt er að allir félagsmenn virði takmarkanir og lokanir sem grípa þarf til þegar ástand vallarins er viðkvæmt.
Á fundinum kom fram að félagsmenn eru um 250 talsins. Nokkrir vaxtarverkir fylgja fjölguninni, svo sem þörf fyrir stærri bílastæði. Einnig var bent á mikilvægi þess að bæta aðstöðu fyrir pútt og vipp. Þá kom ábending um að bæta 9. flötina.
Stjórn GSS þakkar öllum sem mættu. Mikilvægt er að geta hist til að ræða málin.

Áfram GSS!

Categories: Óflokkað

Vallarforgjafartöflur 2021

Hér fyrir neðan eru forgjafartöflur eftir vallarmat 2021. Töflurnar hanga líka á vegg í golfskálanum. Þú notar töflurnar til að finna vallarforgjöf þína á Hlíðarenda út frá grunnforgjöfinni (sem er á Golfbox). Finndu teiginn þinn (gulan, rauðan, …). Grunnforgjöfin er í vinstri dálk, finndu á hvaða bili þú ert (handicap index) og lestu vallarforgjöfina (course handicap) í hægri dálk.

Categories: Óflokkað