Æfingar barna og unglinga að hefjast

Æfingar í inniaðstöðunni okkar á Flötinni verða sem hér segir í vetur.

11 ára og yngri verða á fimmtudögum kl.17:30-18:30. – Fyrsta æfing 30.janúar.

12 ára og eldri verða á sunnudögum kl.17:00-19:00. Fyrsta æfing 2. febrúar.

Það verða vipp og púttæfingar ásamt því að slegið verður í net.

Þá verðum við oftast með aðgang að golfherminum á þessum tímum.

Við munum einnig notast við SNAG æfingasett fyrir yngstu iðkendurna og byrjendur.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta.

Leiðbeinendur á þessum æfingum verða Hjörtur, Árný og Arnar Geir.

Þá verður Flötin einnig opin alla þriðjudaga kl.17:00 – 19:00 fyrir kylfinga á öllum aldri til að pútta og slá í net.

Við minnum svo einnig á golfherminn en upplýsingar um tímapantanir er að finna hér á síðunni.

 

Categories: Óflokkað