Arnar Geir og félagar sigruðu á CBC Mustang Inv.

Arnar Geir Hjartarson og félagar í golfliði Missouri Valley College sigruðu á CBC Mustang Invitational mótinu sem fram fór 18-19 mars s.l. Mótstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir varð jafn í 14.sæti á 10 höggum yfir pari 154(77 – 77 ) og var á 5.besta skori í sínu liði. Hægt er að sjá lokastöðuna í mótinu hér.

Næsta mót hjá honum verður í dag og morgun á heimavelli. Síðan verður ferðinni heitið til Indiana þar sem leikið verður 29-30 mars n.k.

Veðrið ytra er búið að vera mjög leiðinlegt og þeir hafa í raun ekkert getað æft utandyra fyrr en í síðustu viku en hitatölur fara ört hækkandi en þeir vellir sem þeir hafa spilað á eru í hálfgerðu vetrarstandi á þeirra mælikvarða.

Categories: Afreksstarf