Mikill áhugi í barnastarfi

Mikill áhugi er fyrir inniæfingum í barna- og unglingastarfi GSS og þar sem mæting hjá yngri hópnum hefur verið ljómandi góð síðustu vikur hefur verið ákveðið að bæta við æfingu og skipta hópnum upp í þeirri von að allir fái að njóta sín betur á æfingum.

Frá og með 4. mars verða æfingarnar því eftirleiðis:
Mánudagar 1-3 bekkur kl. 17-18.
Mánudagar 4-5 bekkur kl. 18:10-19:10.
Fimmtudagar 6 bekkur og eldri kl. 17:30-19:00.

Bestu kveðjur
Unglinganefnd

Categories: Börn og unglingar