Meistaramóti GSS lokið
Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí s.l.
Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokah0lunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum.
Veðrið lék við keppendur alla dagana þrátt fyrir stöku rigningarskúra og skarðagolan hélt sig algjörlega til hlés að þessu sinni. Hlíðarendavöllur er í sína besta standi frá upphafi og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn.
Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardagskvöldið 15.júlí.
Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.

Önnur úrslit urðu sem hér segir:
| Meistaraflokkur kvenna: | |
| 1. Árný Lilja Árnadóttir | 334 högg |
| 2. Sigríður Elín Þórðardóttir | 358 högg |
| 3. Dagbjört Hermundsdóttir | 386 högg |
| 1.flokkur kvenna | |
| 1. Hildur Heba Einarsdóttir | 377 högg |
| 2. Aldís Hilmarsdóttir | 464 högg |
| Meistaraflokkur karla: | |
| 1. Arnar Geir Hjartarson | 297 högg |
| 2. Elvar Ingi Hjartarson | 313 högg |
| 3. Ingvi Þór Óskarsson | 333 högg |
| 1.flokkur karla: | |
| 1. Magnús Gunnar Gunnarsson | 339 högg |
| 2. Atli Freyr Rafnsson | 340 högg |
| 3. Hjörtur Geirmundsson | 345 högg |
| 2.flokkur karla: | |
| 1. Ásmundur Baldvinsson | 362 högg |
| 2. Guðmundur Gunnarsson | 363 högg |
| 3. Friðjón Bjarnason | 367 högg |
| 3.flokkur karla: | |
| 1. Guðni Kristjánsson | 392 högg |
| 2. Þórður Ingi Pálmarsson | 396 högg |
| 3. Arnar Freyr Guðmundsson | 410 högg |
| Hágæðaflokkur * léku 27 holur | |
| 1. Herdís Ásu Sæmundardóttir | 158 högg |
| 2. Hafdís Skarphéðinsdóttir | 174 högg |
| 3. Kristbjörg Kemp | 181 högg |
Fleiri myndir er að finna á facebook síðu Golfklúbbsins

