Þórður Karl Gunnarsson hefur nýlega lokið við að mynda allar brautir Hlíðarendavallar með dróna. Hægt er að nálgast myndböndin á youtube og leita að Hlíðarendavöllur. Einnig er hægt að nálgast hlekki á myndböndin hér á síðunni undir Hlíðarendavöllur og undir hverri braut fyrir sig. Sannarlega glæsilegar myndir hjá Þórði sem sýnir völlinn í sína allra besta ástandi núna í sumar.
Kvennasveit GSS sem lék á Íslandsmóti golfklúbba í 1.deild um síðustu helgi endaði í 7. sæti. Leikið var á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbnum Oddi. Allar sterkustu sveitir landsins tóku þátt, en 2 deildir eru í íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki. Sveitin lék við Golflkúbbinn Keili, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbinn Odd og Golfklúbb Suðurnesja og tapaði viðureignum við þessa golfklúbba. Að síðustu var síðan leikið við Golfklúbb Vestmannaeyja til úrslita um hvor klúbburinn myndi halda sínu sæti í 1.deild. Skemmst er frá því að segja að sveit GSS sigraði örugglega með 4 vinningum gegn 1 og leikur því áfram í 1.deild. Það verður því þriðja árið í röð sem GSS leikur í 1.deild kvenna.
Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks leikur á Íslandsmóti Golfklúbba 1.deild sem haldin verður dagana 26.-28.júlí n.k. 8 sveitir eru í deildinni. Sú nýlunda verður á keppninni er að leikið verður á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.