Dótadagur og kynning á golfkennaranum Richard Hughes

Fyrirhugað er að halda kynningardag að Hlíðarenda laugardaginn 28. maí ef veður leyfir. Fyrir hádegi geta félagsmenn komið með gamlar kylfur eða skemmdar og fengið golfkennarann Richard að kíkja á þær. Hann mun bjóða upp á að lagfæra kylfur og skipta um grip. Einnig verður golfmarkaður þar sem fólk getur selt eða skipt á golfvörum. Eftir hádegi verður Richard með golfsýningu og ef veður verður hagstætt verður haldið 9 holu mót. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Categories: Óflokkað