Fámennt á fyrsta Ólafshússmótinu

Veðurguðirnir voru ekki í sértaklega góðu skapi í gær þegar fyrsta mótið í Ólafshúsmótaröðinni fór fram, strekkingsvindur og slydda með köflum. Alls tóku 13 kylfingar þátt í mótinu og létu veðrið ekki hafa áhrif á sig. Sigurvegar í höggleik var Guðmundur Ragnarsson sem spilaði á 85 höggum en Atli Freyr Marteinsson sigraði í punktakeppni með 33 punkta.

Categories: Óflokkað