Fréttir úr starfinu

4. maí 2020

Mynd: Hjalti Árnason

Kærar þakkir félagsmenn fyrir að gefa vellinum tíma til að jafna sig. Hlíðarendavöllur er viðkvæmur núna en allur að koma til. Stefnt er að opnun inn á sumarflatir seinni partinn í næstu viku. Það er þó háð því að veðrið leiki við okkur. Hugsanlega getur 9. flötin þurft að bíða ögn lengur. Á sama tíma er gert ráð fyrir að opna boltavél. Boltar verða sótthreinsaðir.

Æfingar barna og unglinga byrja senn. Æfingar fyrir eldri hóp (5. bekk og eldri) byrja í næstu viku. Ákveðið hefur verið að bíða með æfingar fyrir yngri hóp um sinn og skoða málin þegar líður á maímánuð.

Afmælisritið er í smíðum. Þar eru viðtöl, greinar, ágrip af sögu GSS o.fl. Í ritinu verður a.m.k ein myndasíða og væri gaman að fá myndir frá félagsmönnum. Sendið til formadur@gss.is
Afmæliskveðjur frá fyrirtækjum verða vonandi á sínum stað og þið megið gjarnan benda forsvarsmönnum fyrirtækja/stofnana ykkar á að birta merki (logo) í afmælisritinu. Þeir geta haft samband með tölvupósti til formadur@gss.is eða í síma 6914999 (Kristján).

Nýliðar streyma inn í klúbbinn og hafa nokkrir verið kynntir á Facebook síðu klúbbsins. Þær kynningar munu halda áfram. Þið megið endilega vera dugleg að láta ættingja, vinnufélaga og vini vita af nýliðanámskeiði sem verður í júní. Árný Lilja og Atli Freyr munu sjá um kennslu á nýliðanámskeiðinu. Dagbjört Rós sér um að bóka á námskeiðið, netfang hennar er dagbjort79@live.com

Nokkrir félagsmenn verða á ferð og flugi um næstu helgi og taka þátt í móti í Mosfellsbæ. Verður gaman að fylgjast með árangri þeirra.

Hótel víða um land eru að kynna tilboð sín þessa dagana og þá gefst tækifæri að nýta vinavallasamningana.

Minni loks á félagsgjöldin. Upplýsingar um gjöldin eru hér á síðunni og gjaldkeri okkar, Kristján Jónasson (gjaldkeri@gss.is) veitir allar nánari upplýsingar.

Categories: Óflokkað