Glæsilegu unglingamóti lokið

Nýprent Open var haldið að Hlíðarenda síðast liðinn sunnudag. Um 75 keppendur og fjölmargir foreldrar og aðrir aðstandendur skemmtu sér hið besta í fínu veðri og tókst mótið eins og best verður á kosið. Sérstaklega var ánægjulegt að mikil þátttaka var í byrjendaflokkunum og margir unnu stóra sigra á sínu fyrsta golfmóti. Krakkarnir komu alls staðar að af Norðurlandi og stóðu sig að venju vel á vellinum, sem skartaði sínu fegursta. GSS þakkar öllum sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir frábæran dag. Upplýsingar um úrslit og fullt af myndum má nálgast á heimasíðu unglingastarfs GSS www.gss.blog.is og öll úrslit má sjá á síðunni www.golf.is

 

Nýprent Open 2012

 

Categories: Óflokkað