Golfkennara vantar norður

442 Comments

Golfklúbbarnir á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd hafa um nokkurt skeið leitað að golfkennara, einkum til að sjá um unglingastarfið á komandi sumri. Golfklúbburinn á Sauðárkróki hefur um langt skeið státað af öflugu unglingastarfi og hafa unglingar þaðan oft orðið Íslandsmeistarar í liðakeppni, og einstaklingskeppni og klúbbarnir á Blönduósi og Skagaströnd hafa í hyggju að efla mjög starf sitt fyrir yngstu kylfingana. Tilkoma heilsársvegar yfir Þverárfjall gerir golfkennara kleift að sinna kennslu á þessum þremur stöðum, án verulegra ferðalaga. Áhugasamir geta haft samband við Hjört , hjortur@fjolnet.is, GSM 821-7041  og fengið nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og greiðslur vegna hennar.

Categories: Óflokkað