Íþróttamaður Skagafjarðar 2015 útnefndur

Í dag var íþróttamaður Skagafjarðar útnefndur í hófi á vegum UMSS í húsi frítímans á Sauðárkróki.
Tilnefningar voru frá öllum aðildarfélögum UMSS og einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningar.
Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningar í flokki ungra og efnilegra íþróttamanna.
Arnar Geir Hjartarson var tilnefndur í kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015.
Þá fékk karlasveit Golfklúbbsins viðurkenningu í flokknum lið ársins og Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari fékk viðurkenningu í flokknum þjálfari ársins.
Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2015 var kjörin Þóranna Sigurjónsdóttir frjálsíþróttkona úr Tindastóli og óskar Golfklúbbur Sauðárkróks henni hjartanlega til hamingju með titilinn sem hún er sannarlega vel að komin.
2015-12-27 17.30.57
Meðfylgjandi mynd er af Arnari Geir og Telmu Ösp með sínar viðurkenningar

Categories: Óflokkað