Kvennasveit GSS sigrar í annari deild

Kvennasveit GSS 2012

Sveit GSS sigraði glæsilega í annari deild Íslandsmótsins og vann sér þar með rétt til að keppa í hópi þeirra sterkustu á næsta ári. Keppnin í annari deild fór fram á Ólafsfirði og var keppt í höggleik.
Sveit GSS sigraði á 662 höggum. Sveit Golfklúbbsins Odds í Garðabæ varð í öðru sæti á 665 höggum og fylgdi GSS upp í fyrstu deild. í þriðja sæti varð síðan sveit Golfklúbbsins Leynis á Akranesi á 675 höggum. Sveit GSS skipuðu þær Árný Lilja Árnadóttir, Dagbjört Hermundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Sigríður Eygló Unnarsdóttir og Sigríður Elín Þórðardóttir. Konurnar spiluðu gott og jafnt golf um helgina sem skilaði þeim þessum frábæra árangri. Óskum við þeim kærlega til hamingju með árangurinn.

Categories: Óflokkað