Kynning á golfherminum fyrir börn og unglinga

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19.  Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.

 

Categories: Óflokkað