Laugardagurinn 28.sept. á Hlíðarenda

Á meðan Laufskálamótinu stendur(laugardagurinn 28 sept) verður 30% afsláttur á golfvörum í sjoppunni á Hlíðarenda, einnig bjóðum við félögum að koma með golfáhöld sem þeir eru hættir að nota og hafa á staðnum til sölu (5% umboðslaun sem renna til GSS). Æskilegt er að viðkomandi séu búnir að gera upp við sig hvað þeir vilja fá fyrir búnaðinn áður en hann er afhentur í skálanum.

 Mikið er um óskilamuni á Hlíðarenda og verður þessu komið fyrir í skálanum – það sem ekki verður sótt verður gefið í fatasöfnun Rauðakrossins eða því fargað. Verður starfsmaður í skálanum frá kl.09:30 – 16:00.

Categories: Óflokkað