Meistaramót GSS 9.-12. júlí.

Meistaramót GSS er án efa stærsti viðburður klúbbsins á hverju ári.  Leikið er í 12 flokkum sem skipt er eftir forgjöf eða aldri.

Þátttökurétt hafa allir félagsmenn í GSS sem hafa gert skil á félagsgjöldum.  Leikmönnum er raðað í flokka eftir þeirri forgjöf sem þeir/þær hafa þegar leikur hefst á fyrsta keppnisdegi. Keppanda er heimilt að skrá sig í lægri forgjafaflokk en forgjöf hans/hennar er.

Leikinn er 72 holu (4×18) höggleikur án forgjafar í öllum flokkum nema öldungaflokkum þar sem leiknar eru 54 holur (3×18) og í háforgjafaflokkum þar sem leiknar eru 27 holur (3×9).

Flokkaskipting:

 • Öldungaflokkur karla 55 ára (2014) og eldri.
 • Öldungaflokkur kvenna 50 ára (2014) og eldri.
 • Háforgjafaflokkur kvenna og karla forgjöf 30-36.

Karlar:

 • Meistaraflokkur forgjöf 8,4 og lægri. – hvítir teigar.
 • 1. Flokkur forgjöf 8,5-12,5 – gulir teigar.
 • 2. Flokkur forgjöf 12,6-18,0 – gulir teigar.
 • 3. Flokkur forgjöf 18,1-24,5 – gulir teigar.
 • 4. Flokkur forgjöf  24,6-29,9 – gulir teigar.

Konur:

 • Meistaraflokkur forgjöf 12,5 og lægri.- rauðir teigar
 • 1. Flokkur forgjöf 12,6-18,0 – rauðir teigar.
 • 2. Flokkur forgjöf 18,1-29,9 – rauðir teigar.

Sé þátttaka í einstaka flokkum færri en þrír þá hefur mótsstjórn rétt til þess að sameina flokka eða breyta forgjafarmörkum.

 • Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum án forgjafar.
 • Aukaverðlaun alla mótsdaga – nánar auglýst í golfskála.
 • Verðalaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni með forgjöf, einn opinn flokkur.  Samanlagður punktafjöldi deilt með 4, 3 eða 1,5 þ.e. fjöldi spilaða 18 holu hringja.

Keppni hefst á miðvikudegi og stendur yfir í fjóra daga, nema í öldungaflokki og háforgjafaflokki, sem leika í þrjá keppnisdaga, miðvikudag og fimmtudag og ljúka keppni á laugardegi.  Nema annað hafi verið ákveðið í samráði við mótsstjórn.

Keppendur í hverjum flokki spila saman eða á svipuðum tíma og gæta þess að allir í flokknum hafi meðspilara. Keppendur ráða rástíma sínum sjálfir fyrstu þrjá dagana en á lokadegi þ.e. á laugardeginum er ræst út eftir skori. Nánari upplýsingar á golf.is og í golfskála á föstudegi.

Leika skal eftir reglum Royal and Ancient Colf Culb of St. Andrew´s.  Keppendum er einnig bent á að kynna sér staðarreglur á Hlíðarenda.

Ef tveir eða fleiri leikmenn í verðlaunasæti verða jafnir í sínum flokki í höggleik án forgjafar skal leika bráðabana nemar þar sem leikin er punktakeppni þar skal telja fyrst seinni níu holur, því næst sex holur, þá þrjár holur, loks eina ef þannig fást ekki úrslit skal hlutkesti ráða.

Öll notkun á farsímum er bönnuð í mótinu, jafnt leikmönnum sem kylfusveinum.  Leikmönnum er aðeins heimilt að hringja í dómara eða mótsstjórn þegar þörf er á dómara og í neyðartilvikum.

Ef vafi er á hvað skal gera samkvæmt golfreglum skal kalla á dómara eða leika tveimur boltum samkvæmt reglu 3-3a og tilkynna mótsstjórn atvikið áður en skorkorti er skilað í mótslok.

Dómari kveður upp úrskurð áður en úrslit verða kynnt.

Dómari í kvennaflokkum er Rafn Ingi Rafnsson sími 8626244. Dómarar í karlaflokkum Árný Lilja Árnadóttir sími 8499420 og Sigríður Elín Þórðardóttir sími 8946010.

Mótsgjald er kr. 5000,- skráningu lýkur 8. júlí klukkan 20:00

Verðlaunaafhending og kvöldverður í golfskálanum 12. júlí og hefst gleðin klukkan 19:30.  Keppendur, félagsmenn og makar eru hvattir til að mæta.

Skráning í kvöldverðinn í síma 453 5075 eða í golfskála sjá upplýsingatöflu.  Vinsamlega skráið þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 10. júlí.  Kvöldverður er innifalinn í mótsgjaldi en kostar annars kr. 2500.-

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við aðila í mótsstjórn eða dómara.

 • Sigríður Elín Þórðardóttir               sími 894610
 • Árný Lilja Árnadóttir                        sími 8499426
 • Gunnar Sandholt                               sími 8975485
 • Dagbjört Rós Hermundsdóttir       sími 8686917
 • Margrét Stefánsdóttir                       sími 8950712
 • Rafn Ingi Rafnsson                             sími 8626244

Það er ekki eftir neinu að bíða og eru félagsmenn hvattir til að skrá sig í mótið og kvöldverðinn.

Góða skemmtun!

Categories: Óflokkað