Ný stjórn GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var 30. nóv þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við formennsku og Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns.

Með kosningu þeirra eru konur komnar í meirihluta stjórnarinnar sem að öðru leyti er óbreytt; Kristján Jónasson gjaldkeri, Andri Þór Árnason ritari, Aldís Hilmarsdóttir form mótanefndar, Guðmundur Ágúst Guðmundsson form vallarnefndar, Dagbjört Rós Hermundsdóttir form nýliðanefndar og Sylvía Dögg form barna- og unglinganefndar.
Samkvæmt ársreikningum klúbbsins gekk reksturinn vel árið 2021.

Categories: Óflokkað