Nýliðanámskeið hefst 3 júni

Mark Irving

Golfkennarinn Mark Irving býður upp á nýliðanámskeið í sumar. Kennt verður í hópum 6 manns í einu. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 3. júní kl. 18:00. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði varðandi golfíþróttina og er upplagt fyrir nýliða að hefja sumarið á námskeiði sem þessu.

Áætlað er að hverju námskeiði ljúki á viku og nemendur hittist 3-4 sinnum á þeim tíma. Heildar kennslutími eru 3-4 klukkustundir. Námskeiðið kostar 8000 krónur pr einstakling.

Hægt er að panta pláss á námskeiðinu í netfanginu unnar.ingvarsson@gmail.com eða í síma 892 6640.

Einnig verður hægt að panta einkatíma hjá golfkennaranum. Verð fyrir eina kennslustund er 3000 krónur en hægt er að kaupa pakka. Þá býður kennarinn einnig upp á vídeókennslu sem er 75 mínútur og kostar 8000 krónur á mann.

Félagsmenn GSS sem aðrir sem áhuga hafa á að bæta golfsveifluna eru hvattir til að nýta sér þjónustu þessa reynda þjálfara.

Categories: Óflokkað