Opna IcelandairGolfers

Þá er komið að árlegu móti í samstarfi við IcelandairGolfers. Fyrirkomulag er höggleikur með og án forgjafar. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, sami aðili getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum. Nándarverðlaun á 6/15 og næst holu í öðru höggi á 9/18.

Verði keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar verður háður bráðabani á 9 braut, en þó ekki oftar en einu sinni. Séu keppendur enn jafnir er slegið frá 100 metra hæl og vinnur sá/sú sem er nær holu.

Mótsstjóri Sigríður Elín Þórðardóttir

Categories: Óflokkað