Steinullarmótið verður haldið á laugardaginn

Opna Steinullarmótið verður haldið n.k. laugardag og eru glæsileg verðlaun í boði veitt af Steinullarverksmiðjunni.

Verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni án forgjafar fyrir karla og konur og jafnframt fyrir 8 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Þá eru veitt sérstök verðlaun fyrir 26 sæti, en 26 ár eru síðan Steinullarverksmiðjan var stofnsett á Sauðárkróki. Að auki verða nándarverðlaun, verðlaun fyrir beinasta teighögg o.fl.

Skráning er á golf.is

Categories: Óflokkað