Tvö mót á Sauðárkróki um helgina

Á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki fara fram tvö mót um helgina. Á laugardag er Opna Steinullarmótið og á sunnudag verður íslenska útgáfan af The Open leikin en mótið fer þannig fram að keppendur draga nafn eins kylfings sem er í toppbaráttunni í Opna breska meistaramótinu og gildir sameiginlegt skor.

Hlíðarendavöllur er í góðu standi og er ástand vallarins mun betra en á völlunum á Eyjafjarðarsvæðinu. Það er því tilvalið fyrir kylfinga að skella sér á Krókinn í golf.

Categories: Óflokkað