Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins

Uppskeruhátíð Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin mánudaginn 9.september á Hlíðarendavelli.

 

Uppskeruhátíð 2013

Ljómandi góð mæting var, bæði iðkendur og foreldrar. Farið var yfir starfið í sumar og farið yfir helstu viðburði sumarsins.  Hægt er að skoða þetta allt saman á heimasíðunni www.gss.is en við höfum verið mjög dugleg við að birta þaðan fréttir og myndir úr starfinu í allt sumar.

Við skelltum á laufléttri púttkeppni og urðu úrslitin þau að Þórgunnur Þórarinsdóttir sigraði í 10 ára og yngri flokknum, Hákon Ingi Rafnsson sigraði í 11-14 ára flokknum og í 15 ára og eldri flokknum sigraði Aldís Ósk Unnarsdóttir.

Allir iðkendur fengu gjöf frá KPMG og Golfklúbbnum.

Síðan voru veittar viðurkenningar eftir sumarið.

Fyrir bestu ástundun fengu þau Aldís Ósk Unnarsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Fyrir mestu framfarir fengu þau Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningu. Að lokun voru bestu kylfingarnir útnefndir. Það voru þau Matthildur Kemp Guðnadóttir og Elvar Ingi Hjartarson.

Að endingu var svo heljarinnar pizzuveisla fyrir allan hópinn og allir fóru glaðir og sælir heim.

Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á facebokk síðunni „Golfmyndir GSS“

 

 

Categories: Óflokkað