Vetrarríki á golfvellinum

Þrátt fyrir að mikið vetrarríki sé að Hlíðarenda þessa daganna, virðist ástand flestra flata fremur gott. Lítil snjór er á flestum flötunum en snjór og klaki  þó verulegur á nýju 9. flötinni. Mikill snjór er á sumum brautunum og er 1.  brautin  hreinlega á kafi og líklega allt að 2-3 metra skaflar eftir allri brautinni. Í öllu falli er ástandið miklu betra en það var fyrir nokkrum vikum og góð hláka í vikunni gæti bætt stöðuna enn frekar. Meðfylgjandi eru myndir teknar í dag 13. janúar 2013.

Categories: Óflokkað