2. móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

Það var flottur hópur frá Golfklúbbi Sauðárkróks sem tók þátt í 2. móti Norðurlandsmótaraðarinnar á Arnarholtsvelli í Svarfaðadal – Golfklúbburinn Hamar Dalvík – sem fram fór sunnudaginn 5.júlí.CIMG6380

Keppendur frá GSS voru þessir: Í byrjendaflokki kepptu Brynjar Már Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir. Í flokki 12 ára og yngri kepptu Anna Karen Hjartardóttir, Bogi Sigurbjörnsson og Reynir Bjarkan B. Róbertsson. Í flokki 14 ára og yngri kepptu Arnar Freyr Guðmundsson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einardóttir og Marianna Ulriksen. Í flokki 15-16 ára keppti Telma Ösp Einarsdóttir og í flokki 17-21 árs kepptu Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson.

Öll úrslit er að finna á www.golf.is en keppendur frá GSS hrepptu fullt af verðlaunum og öll stóðu þau sig stórvel. Mótið er kynjaskipt að venju. Í byrjendaflokki sigraði Rebekka og Una Karen varð í 2. sæti. Þá varð Tómas í 2. sæti í byrjendaflokki einnig. Í flokki 12 ára og yngri sigraði Anna Karen og Reynir Bjarkan varð í 2.sæti einnig í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Hildur Heba og Marianna varð í 3.sæti. Þá varð Hákon Ingi í 3.sæti í sama flokki. Þá fengu Gísli Kristjánsson og Hildur Heba Einarsdóttir nándarverðlaun.

Mótaröðin er fjögur mót. Það fyrsta var á Sauðárkróki, síðan þetta mót á Dalvík og næsta mót er síðan á Ólafsfirði 26.júlí.Lokamótið verður síðan í september á Akureyri þar sem Norðurlandsmeistarar í hverjum flokki verða krýndir. Stöðuna í stigakeppninni má finna á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is. Þá er einnig að finna nokkrar myndir inni á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Þá er fjölmargar myndir að finna á facebook síðu Goflklúbbsins Hamars á Dalvík. https://www.facebook.com/groups/golfklubburinn.hamar/

Categories: Óflokkað