Month: september 2014

Úrslit í bænda- og freyjuglímunni

 

Picture 010Bænda- og freyjuglíman fór fram á Hlíðarenda í fínu veðri, hitastigið var ekki hátt aðeins 5 stig  en lognið gerði gæfumuninn.

Keppt var í þremur flokkum, lið bænda vann lið freyja og tók fyrirliði bænda Hákon Ingi við hinum eftirsótta bikar.

Í einstaklingskeppninni voru úrslit eftirfarandi:

1. Ásgeir Einarsson, 38 punktar.

2. Hjörtur Geirmundsson, 36 punktar.

3. Reynir Barðdal, 36 punktar.

4. Herdís Sæmundsdóttir, 36 punktar.

Hjörtur Geirmundsson, Einar Einarsson, Reynir Barðdal og Hákon Ingi Rafnsson unnu liðakeppnina.

 

Picture 002

Picture 008

Categories: Óflokkað

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 13.september – Greifamótið.
Um 50 þátttakendur mættu á mótið og voru 8 þeirra frá Golfklúbbi Sauðárkróks.

Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Geir Hjartarson,Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Reynir Bjarkan Róbertsson og Telma Ösp Einarsdóttir.  Þau sem voru í verðlaunasætum voru Hákon Ingi sem varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Hildur Heba varð í 3.sæti í flokki 12 ára og yngri eftir tvöfaldan bráðabana og einvígi. Anna Karen varð í 2.sæti í byrjendaflokki og þeir Bogi og Reynir voru jafnir í 2.-3.sæti í byrjendaflokki. Öll önnur úrslit er að finna á www.golf.is.

Þá voru einnig krýndir stigameistarar í Norðurlandsmótaröðinni og hægt er að sjá lokastöðuna þar á nordurgolf.blog.is.
Búið er að setja inn nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni á Golfmyndir GSS á facebook.

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Advania mótinu

AdvaniaLaugardaginn 6. september fór fram á Hlíðarendavelli Opna Advania mótið.  Leikfyrirkomulag var texas scramble og til leiks mættu 17 lið.  Hlýtt var í veðri en það blés  hressilega á mannskapinn.  Leikar fóru þannig að Arnar Geir Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson komu inn á besta skorinu eða á 69 höggum.

Sæti Keppendur Brúttó Leikforgjöf Nettó
1 Arnar Geir Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson 69 3 66
2 Jón Jóhannsson og Hafsteinn Pétursson 78 8 70
3 Sigríður Elín Þórðardóttir og Ásgeir Björgvin Einarsson 78 5 73
4 Guðmundur Ragnarsson og Herdís Sæmundardóttir 82 8 74
5 Magnús Gunnar Gunnarsson og Ásmundur Baldvinsson 80 5 75
6 Ragnheiður Matthíasdóttir og Andri Þór Árnason 81 6 75
7 Kári Arnar Kárason og Þröstur Ingólfsson 82 7 75
8 Björn Sigurðsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir 84 8 76
9 Dóra Ármannsdóttir og Gunnlaugur Stefánsson 85 9 76
10 Guðmundur Þór Árnason og Ólöf Herborg Hartmannsdóttir 84 8 76
11 Sævar Steingrímsson og Ingileif Oddsdóttir 85 8 77
12 Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson og Jóhanna Guðrún Jónasdóttir 88 10 78
13 Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir og Rúnar Bjarni Jóhannsson 89 10 79
14 Friðjón Bjarnason og Auður Aðalsteinsdóttir 89 10 79
15 Margrét Stefánsdóttir og Dagbjört Hermundsdóttir 88 8 80
16 Guðrún Ásgeður Jónsdóttir og Fanney Zophoníasdóttir 94 9 82
17 Kristmundur Valbergsson og Helgi Haraldsson 102 10 92

 

Mótanefnd þakkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn og keppendum fyrir þátttökuna í þessu skemmtilega móti.

 

 

Categories: Óflokkað