Mánuður: júní 2015

Opinn dagur á Hlíðarenda 4.júní

Barna og unglinganefnd GSS stendur fyrir opnum degi á Hlíðarenda fimmtudaginn 4.júní kl.17:30.

Við ætlum bara að hittast og fara yfir starfið í sumar, golfskólann og fleira. Golfkennarinn okkar Jón Þorsteinn Hjartarson verður á svæðinu og við ætlum að fara í létta golfleiki þar sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt.

Léttar veitingar verða í boði.

Allir velkomnir.

Categories: Óflokkað

Fyrsta Ólafshúsmótið 10. júní.

Fyrsta mótið í Ólafshússmótaröðinni verður miðvikudaginn 10. júní.  Vakin er athygli á því að annað mótið fer fram þriðjudaginn 16. júní.

Keppendur sem ætla að vera  með í holukeppninni eru vinsamlega beðnir um að skrá sig sem fyrst á golf.is. Keppendur verða dregnir saman miðvikudagskvöldið 10. júní klukkan 21:00. Fyrstu umferð á að vera lokið eigi síðar en 1. júlí. Þátttökugald kr. 2000 og greiðist áður en leikmenn hefja leik í fyrstu umferð.

Categories: Óflokkað