Úrslit í Opna Nýprent barna- og unglingamótinu
Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli 23. júní. Keppendur voru 57 víða af Norðurlandi. Nýprent meistarar að þessu sinni urðu þau Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (88 högg) og Lárus Ingi Antonsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum. Nándarverðlaun voru á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum.
Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi:
18-25 ára drengir:
- Arnar Geir hjartarson GSS, 77 högg
- Hákon Ingi Rafnsson GSS, 90 högg
- Gunnar Aðalgeir Arason GA, 91 högg
18-25 ára stúlkur:
- Telma Ösp Einarsdóttir GSS, 98 högg
15-17 ára drengir:
- Lárus Ingi Antonsson GA, 76 högg
- Mikael Máni Sigurðsson GA, 78 högg
- Patrik Róbertsson GA, 89 högg
15-17 ára stúlkur:
- Sara Sigurbjörnsdóttir GFB, 88 högg
- Hildur Heba Einarsdóttir GSS, 94 högg
- Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA, 108 högg
14 ára og yngri drengir:
- Veigar Heiðarsson GA, 82 högg
- Snævar Bjarki Davíðsson GA, 90 högg
- Alexander Franz Þórðarson GSS, 101 högg
14 ára og yngri stúlkur:
- Anna Karen Hjartardóttir GSS, 95 högg
- Kara Líf Antonsdóttir GA, 98 högg
- Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 107 högg
12 ára og yngri drengir:
- Axel Arnarsson GSS, 59 högg
- Unnar Marinó Friðriksson GHD, 60 högg
- Bjartmar Dagur Þórðarson GSS, 65 högg
12 ára og yngri stúlkur:
- Auður Bergrún Snorradóttir GA, 47 högg
- Birna Rut Snorradóttir GA, 50 högg
- Bryndís Eva Ágústsdóttir GA, 56 högg
Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti.
Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Dalvík sunnudaginn 7. júlí.