Golfmaraþon barna og unglinga GSS.

Á morgun, mánudag 11.júlí, verður golfmaraþon hjá krökkunum í GSS og er markið sett á að leika 1000 holur.  Krakkarnir byrja að spila fyrir hádegi og er vonast til að ná markmiðinu um kvöldmatarleytið.
Foreldrar, ömmur, afar, frændur, frænkur og allir kylfingar í GSS eru hvattir til að taka þátt og leggja til holur. Eina sem þarf að gera er að koma við í skálanum og láta vita hversu margar holur voru leiknar.

Verðlaunaafhending fyrir meistarmót barna og unglinga GSS, verður í lok maraþons.

Unglinganefndin

Categories: Óflokkað