Golfmaraþon og úrslit úr meistaramóti barna og unglinga

Golfmaraþon-GSS-2016Golfmaraþon barna og unglinga GSS var haldið á Hlíðarendavelli í dag.
Fjöldi barna og unglinga, allt frá 4 ára aldri, spiluðu í norðanstrekkingi og sól, en markmiðið var að ná að leika 1000 holur. Foreldrar og eldri meðlimir í klúbbnum lögðu verkefninu einnig lið.
Markmiðið náðist og gott betur því um kvöldmatarleytið var búið að leika 1408 holur. Frábær árangur og lögðu krakkarnir metnað sinn í að safna holum í pottinn.
Í lokin var pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir meistaramót barna og unglinga.

Úrslit meistaramóts barna GSS, haldið 4.-6. júlí, voru eftirfarandi:
14 ára og yngri strákar
Arnar Freyr Guðmundsson 328

14 ára og yngri stelpur
1 Anna Karen Hjartardóttir 348
2 Hildur Heba Einarsdóttir 359

12 ára og yngri strákar
1 Bogi Sigurbjörnsson 162
2 Reynir Bjarkan B. Róbertsson 180
3 Fannar Orri Pétursson 241
4 Alexander Franz Þórðarson 271

Byrjendaflokkur stelpur
1 Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 171
2 Una Karen Guðmundsdóttir 176
3 María Rut Gunnlaugsdóttir 208
4 Dagbjört Sísí Einarsdóttir 251

Byrjendaflokkur strákar
1 Tómas Bjarki Guðmundsson 179
2 Jósef Ásgeirsson 191
3 Gísli Kristjánsson 193
4 Brynjar Már Guðmundsson 196

Byrjendur 5 holur
Haukur Rafn Sigurðsson
Bjartmar Dagur Þórðarson
Gunnar Bjarki Hrannarsson
Berglind Rós Guðmundsdóttir

Categories: Óflokkað