Golfmaraþon

Fimmtudaginn 26.júní ætla börn og unglingar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks að spila golfmaraþon. Ætlunin er að ná að spila 1000 holur þennan dag og hefjast þau handa kl.8. Enginn reglulegur golfskóli verður því þennan dag en þau sem ætla að taka þátt í þessu geta mætt strax klukkan 8 og byrjað að spila. Við vonumst til að þessum áfanga verði náð klukkan 20 og þá ætlum við að fagna því á viðeigandi hátt í golfskálanum. Þessa dagana eru kylfingarnir að ganga í hús á Sauðárkróki og safna áheitum. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti þeim. Þeir sem vilja styrkja geta líka lagt inn á reikning 0310-26-2106 kt.570884-0349. Við viljum hvetja alla til mæta á Hlíðarendavöll og fylgjast með þessum skemmtilega leik okkar á fimmtudaginn.

Categories: Óflokkað