Icelandairgolfers sunnudaginn 29. júní.

Opna Icelandairgolfers fer fram sunnudagin 29. júní.

Mótið var fært um einn dag ástæðan er Lummudagurinn á Sauðárkróki á laugardeginum. Golfarar geta því tekið þátt í lummudeginum og spilað draumahringinn á sunnudeginum.

 

Leikfyrirkomulagið verður punktakeppni með og án forgjafar.  Nándarverðlaun gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 7.500 kr.verða veitt fyrir næst holu á 6/15 braut (tvær tilraunir) og fyrir næst holu í öðru höggi á 9/18 (tvær tilraunir).

Verðlaun í báðum flokkum þ.e. punktakeppni með og án forgjafar.

1. Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 20.000 kr.

2. Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 15.000 kr.

3.  Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 7.500 kr.

Spáð er fínu veðri og nú er Hlíðarendavöllur kominn í fínt form.  Þökk sé vallarstjóra og hans fólki.

Sjáumst á Hlíðarenda GSS félagar og gestir.

 

 

 

Categories: Óflokkað