Kvennamót GSS 2013 – 10 ára afmælismót

Kvennamót GSS var haldið í tíunda sinn laugardaginn 6. júlí. Keppendur voru 52, flestar frá Sauðárkróki en einnig frá Grundarfriði, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Hveragerði.  Kærar þakkir fyrir komuna stelpur!

Í fimm efstu sætunum voru:
1. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS með 36 punkta.
2. Matthildur Kemp Guðnadóttir GSS með 35 punkta.
3. Árný Lilja Árnadóttir GSS með 35 punkta.
4. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS með 34 punkta.
5. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS með 33 punkta.

Á Kvennamótum GSS er hlaðborð vinninga og fá allar að velja sér vinning.

Categories: Óflokkað