Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS 2017

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS var haldið í dag að Hlíðarenda.
Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Mestar framfarir yngri en 12 ára hlutu Alexander Franz Þórðarson og Rebekka Helena Róbertsdóttir. Mestar framfarir 12 ára og eldri hlutu Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal og glaðning frá VÍS.

Við þökkum öllum fyrir komuna og Sauðárkróksbakarí og VÍS fyrir stuðninginn

nn.

Categories: Óflokkað