Meistaramót barna og unglinga

Meistaramót barna-og unglinga GSS verður haldið 2.-5. júlí n.k.

Mótið er kynja-og aldursskipt.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum

15-16 ára stúlkur – rauðir teigar – 54 holur

15-16 ára drengir – gulir teigar – 54 holur

14 ára og yngri stúlkur – rauðir teigar – 54 holur

14 ára og yngri drengir – rauðir teigar – 54 holur

12 ára og yngri stúlkur – rauðir teigar –18  holur

12 ára og yngri drengir – rauðir teigar – 18 holur

Byrjendur – stúlkur – styttir teigar – 9 holur

Byrjendur – drengir – styttir teigar – 9 holur

Gert er ráð fyrir að 12 ára og yngri flokkarnir og byrjendaflokkar  spili frá kl.10 einhverja keppnisdagana.

Eldri flokkar spila eftir hádegi og finna sér rástíma fyrsta daginn.

Leyfilegt er að flokkarnir sem spila 54 holur spili saman fyrsta dag en hina tvo verður ræst út eftir besta skori eftir flokkum.

Categories: Óflokkað