Nýliðanámskeið GSS

Golfklúbburinn kynnir nýliðanámskeið fyrir fullorðna byrjendur í golfi.

Námskeiðið er innifalið í félags- og nýliðagjaldi í klúbbnum.  Það tekur á öllum þáttum golfsins s.s. spili á velli, púttum, vippum, fullum höggum, siða- og golfreglum, auk kynningar á inniaðstöðu.

Námskeiðið endar með golfmóti og lokahófi.

Æfingar verða kl. 17:30 – 18:30  mánudaga og fimmtudaga, hefjast fimmtudaginn 2. júní og standa í 6 vikur eða 12 æfingar.

Komið og njótið félagsskaparins.

Skráning á gss@gss.is.  Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Jón Þorsteinn PGA golfkennari í síma: 618-1700.

Categories: Óflokkað