Nýprent barna og unglingamótið 27.júní n.k.

Nýprent barna-og unglingamótið verður haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 27.júní n.k.

Mótið hefst kl. 08:00 og verða elstu ræstir út fyrst og yngstu síðast. Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi.

Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt.

Við viljum vekja sérstaka athygli á breyttri flokkaskiptingu og verðlaunum

Flokkarnir eru þessir:

17-21 ára piltar og stúlkur – 18 holur(piltar á hvítum teigum)

15-16 ára drengir og telpur – 18 holur

14-ára og yngri strákar og stelpur – 18 holur

12 ára og yngri strákar og stelpur sem spila 9 holur

Byrjendaflokkur strákar og stelpur spilar 9 holur af gullteigum

Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is

Einnig er hægt að senda tölvupóst um skráningu á hjortur@fjolnet.is

 Nándarverðlaun verða veitt og vippkeppni í öllum flokkum

Verðlaun fyrir besta skor í þremur verðlaunasætum í flokkum 12 ára og eldri.

Verðlaun fyrir flesta punkta í tveimur verðlaunasætum í 12 ára og yngri flokki (einn opinn flokkur)

Verðlaun fyrir flesta punkta í fimm verðlaunasætum í 18 holu flokkum (einn opinn flokkur). Virk forgjöf er skilyrði.

Allir í byrjendaflokkum fá verðlaunapening

Nýprentbikarinn veittur fyrir lægsta skor í 18 holu flokkunum.

 

Categories: Óflokkað