Nýprent mótið um næstu helgi

Sunnudaginn 15.júní n.k. verður Opna Nýprent mótið haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki.

Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og er fyrsta mótið á þessu sumri.

Sjá meðf. auglýsingu um mótið.

Skráning er hafin á www.golf.is

Við viljum vekja sérstaka athygli á byrjendaflokknum og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í honum er bent á að hafa samband við Hlyn golfþjálfara. Hann fer yfir skráninguna með þeim.

Skilyrði er að foreldrar/forráðamenn eða aðrir verði kylfuberar þeim sem taka þátt í byrjendaflokkunum.

Skráningareyðublað er í golfskálanum.

Það verður síðan grillaðar pylsur fyrir allan hópinn að þegar leik er lokið.

Ef einhverjir hafa möguleika á að aðstoða við framkvæmd mótsins þá vinsamlega hafið samband við undirritaðan.

Nýprent-OPEN 2014

Categories: Óflokkað