Nýprent Open barna- og unglingamótið 25. júní

Minnum á Nýprent Open, barna- og unglingamót GSS sem er fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni.

Mótið er aldursskipt; 12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 15-17 ára og 18-21 árs, auk byrjendaflokks sem er ekki aldursskiptur. Í lokin eru grillaðar pylsur fyrir alla, keppendur og aðstoðarmenn. Eldri hóparnir hefja leik kl. 9 en 12 ára og yngri og byrjendur eftir hádegi.
Við hvetjum alla krakka sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu, að ráðfæra sig við þjálfara og skrá sig, annað hvort á golf.is eða á skráningarblaði sem hangir uppi í skála. Keppendur fá teiggjöf í byrjun móts, veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sæti í aldursflokkum en allir keppendur í byrjendaflokki fá þátttökuverðlaun.

Unglinganefndin.

Categories: Óflokkað