Opið hús, púttmót og kynning

Opið hús verður á „Flötinni“ ( Borgarflöt 2) miðvikudaginn 24.apríl n.k. kl.20:00 – 22:00 .

Hægt verður að pútta 18 eða 36 holur eftir því sem mannskapurinn vill. Ekkert mótsgjald og engin verðlaun að þessu sinni.

Svo verður einnig kynning á golfherminum þar sem allir geta prófað.

Við viljum hvetja alla til að koma, félaga í klúbbnum jafnt sem aðra og eiga saman skemmtilega kvöldstund og hita sig upp fyrir sumarið.

Kaffi verður á könnunni.

 

Es.

Þeir sem vilja komast á póstlista Golfklúbbsins sendi póst á formadur@gss.is

 

Categories: Óflokkað