Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga
Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 13.september – Greifamótið.
Um 50 þátttakendur mættu á mótið og voru 8 þeirra frá Golfklúbbi Sauðárkróks.
Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Geir Hjartarson,Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Reynir Bjarkan Róbertsson og Telma Ösp Einarsdóttir. Þau sem voru í verðlaunasætum voru Hákon Ingi sem varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Hildur Heba varð í 3.sæti í flokki 12 ára og yngri eftir tvöfaldan bráðabana og einvígi. Anna Karen varð í 2.sæti í byrjendaflokki og þeir Bogi og Reynir voru jafnir í 2.-3.sæti í byrjendaflokki. Öll önnur úrslit er að finna á www.golf.is.
Þá voru einnig krýndir stigameistarar í Norðurlandsmótaröðinni og hægt er að sjá lokastöðuna þar á nordurgolf.blog.is.
Búið er að setja inn nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni á Golfmyndir GSS á facebook.